17.04.2007
Eysteinsbikarinn var afhentur í lokahófi Skíðamóts Íslands sem fram fór á Akureyri um s.l. helgi. Það var skíðamaðurinn knái Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sem fékk bikarinn annað árið í röð og er því eini skíðamaðurinn sem fengið hefur þennan veglega bikar og eitt þúsund dollara að gjöf fyrir besta samanlagðan árangur í skíðamótum sem íslenskir karlkyns skíðamenn taka þátt í ár hvert. Þennan veglega Verðlaunagrip og verðlaunafé gefur hinn fyrrum skíðameistari Eysteinn Þórðarson og eiginkona Pamela hans en þau eru búsett í Angels Falls í Californíufylki á vesturströnd Bandaríkjanna.