03.04.2002
Forráðamenn Skíðamóts Íslands ákváðu á fundi sínum síðdegis í dag að flytja fararstjórafund aftur fyrir setningu mótsins. Áður hafði verið boðaður fararstjórafundur í Ráðhúsinu á Dalvík kl. 18.30, en nú er ákveðið að hann verði á sama stað kl. 21 annað kvöld, fimmtudag. Setning mótsins verður hins vegar á áður ákveðnum tíma kl. 20. Helsta ástæðan fyrir þessari frestun fararstjórafundarins er sú að stórsvigskeppni í Icelandair Cup mótaröðinni hefst ekki fyrr en kl. 13 á morgun í Hlíðarfjalli og því þótti of of tímatæpt að setja á fararstjórafund á Dalvík kl. 18.30