Félagar úr Skíðafélagi Dalvíkur á ferð og flugi.

Þessa dagana eru fjórir félagar úr Skíðafélagi Dalvíkur í Noregi við æfingar en þeir eru Skafti Brynjólfsson sem hefur verið meira og minna í Noregi síðan um miðjan nóvember, Kári Brynjólfsson bróðir hans fór utan rétt fyrir ártamót með Austfirðingum og er nú við æfingar með Ólafsfirðingum undir leiðsögn Kristins Björnssonar. Kristinn Ingi Valsson býr í Oppdal í vetur þar sem hann er í skóla ásamt því að æfa og keppa á fullu. Hann varð á dögunum fyrir því óláni að viðbeinsbrotna á æfingu og samkvæmt nýjustu fréttum af honum þá verður hann frá æfingum og keppni í 4-6. vikur. Vonandi verður hann fljótur að koma sé í form aftur því honum var búið að ganga vel á þeim mótum sem hann tók þátt í fyrir áramót. Snorri Páll Guðbjörnsson stundar nám við Menntaskólann á Akureyri og var í Noregi fyrir áramót með afreksliðinu en komst ekki aftur eftir áramót vegna prófa í skólanum en eins og áður hefur komið fram er hann síðan á leið á Ólympíudaga æskunnar ásamt Kára Brynjólfssyni. Svo er það Íris Daníelsdóttir sem einnig er við æfingar á Akureyri en hún hefur lítið getað æft síðustu mánuði vegna meiðsla og hefur því ekki geta fylgt liðinu til Noregs og vonum við að hún nái sér á strik og geti farið að æfa á fullu að nýju. Björgvin Björgvinsson kom síðan á laugardag til Noregs eftir að hafa verið í Slovaníu síðustu viku þar sem hann tók þátt í nokkrum mótum. Björgvin verður þar við æfingar í rúma viku með hluta afreksliðs Skíðafélags Akureyrar undir leiðsögn Guðmundar Sigurjónssonar á meðan Evrópulið Norðmanna tekur þátt í nokkrum brun og risasvigsmótum en Björgvin hefur ekkert æft þær greinar lengi. Hann er síðan á leið á HM í Sviss um mánaðarmótin. Svo er það þriðji bróðirinn hann Sveinn Brynjólfsson sem er á næstu dögum á leið á heimsmeistaramót stúdenta sem haldið er í Tarvisio á Ítalíu. Þangað fer hann ásamt Valdimar Örnólfssyni fararstjóra og mun Jóhann Friðrik Haraldsson bætast í hópinn síðar. Það má því segja að Svenni sé komin á fullt aftur eftir að hafa slegið af í nokkurn tíma þó svo að hann hafi keppt á bikar- og FIS mótum hér heima síðustu ár og staðið sig vel að vanda. Það verður gaman að fylgjast með Sveini og er hann til alls líklegur og ekki ætti reynsluleysið að há honum Ólympíufaranum sjálfum. Sveinn var eins og kunnugt er í landsliðum SKI um margra ára skeið og er einn reyndasti keppnismaður okkar.