Félagar úr Skíðafélagi Dalvíkur á ferð og flugi

Síðustu vikur hefur Björgvin Björgvinsson verið við æfingar á Mölltal jökli í Austurríki. Ágætar aðstæður eru á Mölltal þó svo að ekki sé mikill snjór þar þessa stundina. Unglingalið SKÍ fór út í dag og verður við æfingar á Mölltal þangað til 24. oktober en Hjörleifur Einarsson er meðal þeirra sem er við æfingar á jöklinum. Jakob Helgi Bjarnason hefur einnig verið við æfingar erlendis nú í haust, síðast í Pitztal og hafa æfingar hjá honum gengið mjög vel.