Í dag fór fram síðasta skíðamót vetrarins, en það var firmakeppnin. Vegna aðstæðna í fjallinu þurfti að bregða út fra fyrri hefð á firmakeppni sem venjulega er keyrð sem tveggjabrautakeppni (samhliðasvig) með forgjöf. En í ár var einungis ein braut, en tímataka keppenda var ræst í mismunandi hliðum allt eftiri aldri.
Þátttaka var nokkuð góð þrátt fyrir vorveður og færi.
Vill skíðafélagið færa fyrirtækjum bestu þakkir fyrir framlag þeirra og þátttöku í ár.
Úrslit voru eftirfarandi:
1. Barri Björgvinsson - Öryggismiðstöð Norðurlands
2. Markús Máni Pétursson - Sportvík
3. Ægir Gunnþórsson - Olís
Vill skíðafélagið færa fyrirtækjum bestu þakkir fyrir framlag þeirra og þátttöku í ár.
