Firmakeppni og Dalvíkurmót 11+

Stefnt er að því að keyra firmakeppni laugardaginn 14. apríl. Sama dag ætlum við að reyna að keyra stórsvig í flokki 11 ára og eldri. Eins og staðan er núna þá hyggjumst við keyra þessi mót á Siglufirði en endanleg ákvörðun og dagskrá mun verða sett á heimasíðuna annað kvöld. Semsagt, takið laugardaginn frá og verið klár á skíðin...... Þeir sem geta aðstoðað við mótahaldið mega gjarnan senda línu á dadiv@simnet.is.