Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur.

Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur fer fram mánudaginn 24. mars, annan í páskum og hefst hún kl. 13:00, keppt verður í samhliðasvigi. Skráningar þurfa að berast á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir kl. 20:00 á sunnudag, páskadag. Óskar tekur einnig við skráningum á skíðasvæðinu eða í síma 8983589 á páskadag. Æfingakrakkar hjá Skíðafélagi Dalvíkur hafa forgang í keppnina.