Firmakeppni - úrslit

Í dag fór fram firmakeppni í Böggvisstaðafjalli í sól og blíðu. 62 keppendur voru skráðir til leiks. Keppt er í samhliða svigi með forgjöf fyrir yngri þátttakendur. Í fyrstu 3 sætum voru: 1. sæti Kristinn Ingi Valsson, fyrir Á Vegamótum. 2. sæti Ólöf María Einarsdóttir, fyrir Snyrtistofu Hildar. 3. sæti Guðfinna Eir Þorleifsdóttir, fyrir Þernan fatahreinsun.