Firmakeppnin hefst kl. 13:00 á morgun

Á morgun, annan í páskum fer firmakeppni Skíðafélagsins fram og hefst hún kl. 13:00, keppendur mæti og taki númerin sín kl. 12:30. Keppt verður í samhliðasvigi í neðri hluta neðri brekkunnar og endað rétt fyrir ofan Brekkusel. Það er því stutt fyrir þá sem vilja fylgjast með skemmtilegri keppni að mæta og horfa á. Páskaeggjamót fór fram í morgun og eru komnar myndir á myndasíðuna frá mótinu. Kaffisala foreldrafélagsins var í dag og gékk frábærlega og þakkar foreldrafélagið þeim 150 sem fengu sér kaffi kærlega fyrir.