Fis mót og Skíðamót Íslands

Um þessar mundir stendur yfir mikil keppnistörn elstu keppenda Skíðafélags Dalvíkur. Keppendur eru nýkomnir heim eftir tveggja daga keppni í svigi í Eldborgargili í Bláfjöllum en í dag, miðvikudag, og á morgun fimmtudag eru í gangi tvö mót, eitt í svigi og eitt í stórsvigi. Á föstudag hefst síðan Skíðamót Íslands með keppni í stórsvigi en lýkur á laugardag með keppni í svigi. Í svigi karla á mánudag sigraði Björgvin, Kristinn Ingi keyrði út úr í seinni ferð og Þorsteinn Helgi varð í 21. sæti. Hjá stúlkunum varð Sóley Inga í 13. sæti, Anna Margrét í 14.sæti og Þorbjörg í 18. sæti. Í svigi karla í gær, þriðjudag varð Björgvin í 3. sæti eftir harða baráttu við Ivica Kostelic frá Króatíu og Andre Bjoerk frá Svíþjóð, Kristinn Ingi varð í 5. sæti og Þorsteinn Helgi í 29. sæti. Hjá stúlkunum varð Sóley Inga í 15. sæti, Anna Margrét í 17. sæti og Þorbjörg í 23. sæti. Úrslitin má finna í heild sinni [link="http://www.fis-ski.com/uk/604/1228.html?event_id=22578&cal_suchsector=AL"]hér.[/link] Við munum næstu daga setja inn fréttir af keppendum okkar sem eru þessa dagana að taka þátt í sex mótum á jafn mörgum dögum! Ath. myndir frá mótunum í Bláfjöllum á myndasíðu. BG