FIS mótum aflýst.

Þessa frétt er að finna á heimasíðu SKI Fyrri hluta Icelandair Cup mótaraðarinnar hefur verið aflýst þar sem mikinn snjó hefur tekið upp síðustu daga og ekkert skíðasvæði tilbúið að halda mótin. Ákvörðun með Skíðamót Íslands og seinni hluta Icelandair Cup mun liggja fyrir strax eftir páska en þá kemur í ljós hvort aðstæður verði til mótahalda frá fimmtudeginum 31. mars nk. Skráningar vegna Skíðamóts Íslands skal senda á thekla@simnet.is í síðasta lagi þriðjudaginn 29. mars.