Fis og Bikarmót á Dalvík 26-27 febrúar 2011.

Það voru veðurguðirnir sem settu mark sitt á Bikar og FIS mót SKI og Slippsins sem haldið var um síðustu helgi hér á Dalvík. Það var suðvestan strekkingur báða dagana og setti mótahald svolítið úr skorðum hjá okkur.Á laugardag var keppt í stórsvigi og þurftum við að færa startið niður um nokkur port eftir töluverða frestun en mótið hófst klukkan tvö og því lauk með verðlaunaafhendingu um hálf sjö rúmum tólf tímum eftir að fyrstu menn mættu í brekkurnar. Stórsvigið var mjög jafnt og var stutt á milli keppenda. Færið var eins og best verður á kosið grjót harðar brekkur og sumstaðar var nánast svell í brekkunum. Keppt var í fullorðisflokki þar sem allir keppendur eru gjaldgengir og þá var einnig keppt í 17-19 ára flokki. Í fullorðinsflokki varð Jakob Helgi annar, Mod þriðji, Mad sjöundi, Unnar tíundi, Þorsteinn fjórtándi og Hjölli varð 22. Í 17-19 ára flokki varð Mod annar,Mad fimmti,Unnar sjötti, Þorsteinn sjöundi og Hjölli tólfti. Það var ekki keppt í bikar í 15-16 ára flokki en þar hefði Jakob að sjálfsögðu unnið. Þess má geta að Mad var með áttunda tíman í fyrri ferð en náði brautartímanum í seinni ferðinni en það dugði aðeins til að hækka sig upp um eitt sæti. Mjög jöfn og spennandi keppni í stórsvigi á laugardaginn. Á sunnudag var sami strekkingur að gera okkur lífið leitt og varð úr að færa startið niður og keppa einungis í neðri brekkunni. Það var sama færið og daginn áður og mjög hart. Þetta varð til þess að þrátt fyrir léttari brekku duttu margir keppendur úr í fyrri ferð og þá var einnig var töluverður vindur sem setti strik í reikningin hjá sumum. Úrslitin urðu þannig að Unnar varð sjötti í fullorðinsflokki og þriðji í 17-19 ára flokkinum og Þorsteinn varð tíundi í fullorðinsflokki og sjötti í 17-19 ára flokki. Mad var þriðji eftir fyrri ferð en hlekktist á í þeirri seinni. Mod var dæmdur úr leik eftir fyrri ferðina og Jakob og Hjölli kláruðu ekki fyrri ferðir. Það voru allir bestu keppendur Íslands mættir til leiks nema okkar maður Björgvin Björgvisson. Það var einnig keppt í kvennaflokki en Dalvík á því miður engan keppanda þar en Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir frá Ólafsfirði er að taka skíðin af hillunni og keppti á mótinu og stóð sig með príði. Hún varð sjöunda í stórsviginu og þrettánda sviginu. Það er mjög góður árangur á fyrstu fismótunum sem hún tekur þátt í. Þess má einnig geta að sigurvegarinn í svigi kvenna varð Erla Guðný Helgadóttir sem vonandi verður heimilisföst í Lamphaga næstu vetur. Sem betur fer var hægt að klára mótið þó lognið hafi ekki fundið lögheimili sitt þessa helgina..