FIS og bikarmót SKI og Sparisjóðs Svarfdæla í Böggvisstaðafjalli á Dalvík

Nú er að hafið FIS og bikarmót SKI og Sparisjóðs Svarfdæla í Böggvisstaðafjalli. Hér er milt og gott veður, svolítil þoka af og til. Í morgun ringdi en nú hefur stytt upp. Í dag keppa 14 konur og 33 karlar. Keppt er í stórsvigi bæði í dag og á morgun. Hér má sjá dagskrá helgarinnar eins og hún lítur út núna: Laugardagurinn 14. janúar. Dalvík Kl. 10:45 Stórsvig kvenna Kl. 11:15 Stórsvig karla Kl. 13:30 Stórsvig kvenna Kl. 14:00 Stórsvig karla Verðlaunaafhending við Brekkusel Sunnudagurinn 15 janúar. Dalvík Kl. 10:45 Stórsvig kvenna Kl. 11:15 Stórsvig karla Kl. 13:30 Stórsvig kvenna Kl. 14:00 Stórsvig karla Verðlaunaafhending við Brekkusel Við reynum að setja inn helstu fréttir af mótinu eins fljótt og auðið er.