Fis og bikarmót, úrslit og myndir.

Mótið í dag gekk vel og veðrið lék við okkur, algjört logn á meðan vindar blésu í nágrannabyggðum svo loka varð skíðasvæðum af þeim sökum...því miður. Endanleg og staðfest úrslit verða sett inn á úrslitasíðu Skíðafélags Dalvíkur hið fyrsta, þau eru reyndar komin rétt inn í fréttum hér á undan en ekki flokkaskipt. Þið getið líka kíkt á [link="http://live-timing.com/race2.php?r=30169"]þetta[/link] fyrir úrslit kvenna eða [link="http://live-timing.com/race2.php?r=30168"]hér[/link] til að sjá úrslit karla. Myndir af verðlaunahöfum er hægt að sjá [link="http://www.flickr.com/photos/bjarnigunn/sets/72157628869580877/with/6696822759/"]hér[/link] á myndasíðu Bjarna Gunnarssonar. Skíðafélögin á Dalvík og í Ólafsfirði þakka keppendum, starfsmönnum og öðrum sem að mótinu komu kærlega fyrir daginn.