12.12.2006
Frá Skíðafélagi Akureyrar. Alþjóðlegt skíðamót (FIS-mót) verður haldið í Hlíðarfjalli 16.-18. desember nk. Keppt verður í svigi og stórsvigi, alls fjögur mót.
Á laugardeginum verður keppt í stórsvigi, stórsvigi og svigi á sunnudeginum og í svigi á mánudeginum.
Samhliða þessu móti verður á laugardeginum haldið TePe-mót í stórsvigi í aldursflokknum 10-14 ára.
Skíðafélag Akureyrar býður alla velkomna til keppni á Akureyri þessa helgi
Dagskrá mótsins með nákvæmum tímasetningum verður birt á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar í vikunni. www.skidi.is.