FIS/bikarmóti SKI og Promens lokið - Úrslit sunnudagsins

Þá er FIS bikarmóti SKI og Promens í Böggvistaðafjalli lokið. Í dag var keppt í svigi við góðar aðstæðu. Aðeins hafði snjóað í brekkurnar í nótt en ötulir starfsmenn skíðafélaganna á Dalvík og í Ólafsfirði skófu og mokuðu honum í burtu svo keppendur fengu harða og góða braut. Óhætt er að segja að framkvæmd mótsins hafi gengið vel og viljum við þakka öllu því frábæra starfsfólki sem lagði hönd á plóginn við framkvæmd mósins kærlega fyrir aðstoðina en án hjálpar hins almenna skíðaáhugamanns væri framkvæmd svona móta ómöguleg þar sem þau kalla á mikinn starfsmannafjölda. Keppendum og fararstjórum þökkum við einnig fyrir gott samstarf og eins og alltaf þegar mót eru vel framkvæmd og ganga vel fara allir ánægðir heim. Hér að neðan má svo sjá úrslit dagsins: [link="http://live-timing.com/race2.php?r=56260"]Svig - Konur[/link] [link="http://live-timing.com/race2.php?r=56259"]Svig - Karlar[/link]