Fismót í svigi Björgvin Björgvinsson stóð sig vel.

Í dag var keppt í svigi á fismóti sem fram fór í Austurríki. Þar sýndi Björgvin Björgvinsson að hann er á meðal þeirra bestu , hann endaði í 5 sæti . Þeir sem eru á undan honum er ekki minni menn en NEUREUTHER Felix frá þýskalandi hann hefur verið 5 sinnum í topp 10 sætum í Heimsbikar á þessu ári ( 2008), PRANGER Manfred frá Austurríki fastamaður í svigliði Austurríkis , HARGIN Mattias hann endaði í 7 sæti á síðasta heimsbikarmóti sem fram fór í Leví í Finnlandi.. Meira en helmingur keppenda kláraði ekki fyrri ferð . það kláruðu 31 keppandi baðar ferðir. Í samtali við Björgvin sagði hann að aðstæður hefðu verið mjög erfiðar, það brotnaði mikið í bakkanum. Björgvin startaði no 29 í fyrri ferð . slóð inn á heildarúrslit http://www.fis-ski.com/uk/604/610.html?sector=AL&raceid=54692