31.10.2002
Það voru fjölmargir sem mættu á skíði og bretti í Böggvisstaðafjall í dag. Snjórinn er ekki mikill en færið mjög gott en hér var átta stiga frost og logn.
Björgvin Björgvinsson skíðakappi er staddur hér heima um þessar mundir og ætlar að nýta sér snjóinn til æfinga áður en hann heldur til Noregs 6. nóvember.
Á morgun föstudag verður svæðið opið frá kl. 15:00-18:00 og á laugardaginn verður opið frá kl. 13:00-16:00. Sunnudags opnun verður auglýst síðar.
Verð á dagskortum verður 400 kr. fyrir alla fyrst um sinn. Vetrarkort fyrir börn kostar 6000 kr. en fyrir fullorðna 8500.