21.01.2006
Fjöldi fólks var á skíðum á Dalvík í dag í frábæru veðri og færi. Aðstæður á skíðasvæðinu eru orðnar mjög góðar þökk sé snjókerfinu sem hefur haft það miklar breytingar í för með sér að sennilega óraði engann fyrir þeim.
Á efra svæðinu er kominn nægur nátturulegur snjór en á neðra svæðinu eru um 80% af snjónum í brekkunni framleiddur snjór.
Að gefnu tilefni viljum við benda fólki á að hafa hjálma á höfðinu og að allir 12 ára og yngri eiga að nota hjálma. Kjósi þeir hins vegar að vera hjálmlausir er það algerlega á ábyrgð foreldra og forráðananna þeirra.