Fjölmenni á skíðum í gær.

Dagurinn í gær var frábær á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli. Það var logn, tveggja stiga frost og púðursnjór eins og síðustu daga. Það er því óhætt að segja að aðstæður til skíðaiðkunar verði varla betri, sérstaklega fyrir bretta fólk sem var fjölmennt í fjallinu. Veðurspáin er okkur ekki hagstæð því það spáir hlýnandi veðri næstu daga og því ljóst að ef spáin rætist breytist færið en það er engin ástæða að örvænta og erum við að undirbúa okkur fyrir opnun á öllu svæðinu. Nægur snjór er á svæðinu og þó sérstaklega í efri lyftunni sem ekki hefur tekist að opna vegna bilunar í snjótroðaranum. Unnið er að viðgerð og vonumst við eftir að troðarinn komist í lag á næstu dögum.