Fjölmiðlafulltrúi ráðinn

Mótshaldarar Skíðamóts Íslands hafa ráðið Óskar Þór Halldórsson blaðamann sem fjölmiðlafulltrúa mótsins. Óskar er Svarfdælingur og því öllum hnútum kunnugur á Dalvík og í Ólafsfirði. Óskar Þór verður tengiliður fjölmiðla við mótsstjórnina og mun kappkosta að aðstoða fjölmiðla sem kostur er við upplýsingaöflun, bæði fyrir mótið og á meðan á því stendur. Óskar Þór verður með símann 898 4294 - netfangið hans er oskar@athygli.is