Fjör hjá yngstu börnunum með Bjarti skíðakarli.

Í morgun hefur Bjartur skíðakarl verið á skíðum með yngstu börnunum og allir skemmt sér vel. Það voru um 15 börn sem voru á skíðum með karlinum en hann ætlar að vera á ferðinni alla páskana á skíðasvæðinu og líta við í sundlauginni seinnipartana. Næst ætlar Bjartur að fara á skíði með börnunum á laugardaginn kl. 10:30.