Frábærar aðstæður í fjallinu.
Óhætt er að segja að skíðakrakkarnir okkar hafi verið að gera góða hluti á Jónsmóti helgarinnar. Mótið sem flokkast undir eitt af stæðstu skíðamótum landsins og hefur verið haldið síðan 1996 er orðið rótgróið og þátttaka í ár með allra besta móti en tæplega 200 þátttakendur voru skráðir til leiks í flokkum 9 - 13 ára.
Krakkarnir okkar voru að gera góða hluti á öllum sviðum, hvort sem var í brekkunum eða utan þeirra. Einnig var gaman að sjá hvað foreldrar voru duglegir að fylgja krökkunum og hvetja þau áfram. Takk fyrir góða helgi í fjallinu.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit helgarinnar:











