16.04.2013
Foreldrafundur vegna Andresar andarleikanna 2013 sem fram fara dagana 24.-26. apríl n.k. verður haldinn í Brekkuseli á fimmtudaginn 18.apríl. Foreldrar þeirra barna sem eru að fara í fyrsta skipti á Andres mæti kl.17:00 en aðrir foreldrar kl.17:30.
Á fundinum þarf að greiða fyrir gistingu, mat og lyftupassa. Foreldrafélagið hefur ákveðið að greiða að fullu niður gistingu,lyftupassa og mat fyrir börnin. Kostnaður fyrir foreldra í mat og gistingu er kr 3.000 og er innifalið tvær kvöldmáltíðir, morgunmatur og gistingin í Laugagötu ásamt nesti í fjallið.
Hægt er að kaupa hjá okkur lyftupassa fyrir fullorðna í Hlíðarfjall og kostar 3.daga passi kr 5.800 en við viljum benda foreldrum á að skoða verðskrána hjá Hlíðarfjalli og skoða hvers konar passi hentar hverjum og einum.
Við viljum biðjast velvirðingar á hve fundarboðið kemur seint en upplýsingar um kostnað við lyftupassa fengum við ekki fyrr en í hádeginu í dag.
Stjórn foreldrafélagsins