12.11.2003
Árlegur formannafundur SKÍ var haldin um helgina í Reykjavík og var fundurinn vel sóttur. Á fundinum voru mörg mikilvæg málefni til umræðu og fjörugar umræður um skipulag og áherslur í starfi sambandsins.
Það kom vel í ljós á fundinum að stjórn og nefndir sambandsins hafa unnið vel síðustu vikur og mánuði og því ber að fagna.
Fundurinn ályktaði að Skíðaþing 2004 skyldi haldið á Ísafirði í tengslum við Skíðamót Íslands. Þó nokkrar vangaveltur urðu þegar þessi tillaga var borin upp og sitt sýndist hverjum. Það breytir hins vegar engu hvort þingið verður landsmótsdagana eða á vordögum því ákvörðun um að þingið yrði á Ísafirði var tekin á Skíðaþingi síðastliðið vor. Eitt er víst að Ísfirðinar taka vel á móti þingfulltrúum hvort heldur að jörð verður hvít eða græn þegar þingið fer fram. Það gæti hins vegar staðið í mannskapnum hvort þrjár ferðir verða farnar vestur, það er Skíðamót Íslands, Skíðaþing og síðast en ekki síst fimmtugs afmæli Jóhanns Torfasonar á vordögum.