03.04.2015
Föstudaginn langa verður ýmislegt um að vera á skíðasvæði Dalvíkur
"LOPAPEYSUDAGUR" allir sem að mæta í lopapeysu fá glaðning.
Jón Halldórsson verður með sýningu á gömlum skíðabúnaði.
Þorsteinn Skaftason ætlar að fara með gesti í örnefnaferðir um svæðið sem er frábært tækifæri til þess að fræðast um svæðið og nágrenni þess.
Kennsla fyrir börn verður í boði frá 11:00 - 13:00 takmarkaður fjöldi.
Troðarinn mun draga upp að brún Böggvisstaðarfjalls klukkan 12:30 og ef eftirsóknin verður mikil munum við fjölga ferðum. Ferðin kostar 1000 kr og er greitt í lúgu við Brekkusel.
Troðinn gönguhringur frá Brekkuseli.
Um kvöldið verður svo opið á svæðinu frá 20:00 - 22:00 tónlist í fjallinu, grillaðar pylsur og notalegt andrúmsloft fyrir alla fjölskylduna.
Allar nánari upplýsingar um dagskránna á http://skidalvikpaskar.weebly.com/