Frá foreldrafélaginu.

Nú er komið að fyrstu dósasöfnun skíðakrakka þennan veturinn. Safnað verður frá föstudeginum 23.nóv til miðvikudagsins 28.nóv. Skila á dósum og flöskum í dósamóttökuna hjá Samskip miðvikudaginn 28.nóv frá kl.16.00-17.30. Það var í fyrsta skipti í fyrra sem við báðum foreldra að aðstoða krakkana við að gróf flokka dósir og flöskur, gekk það framar öllum vonum og var svo komið að margir foreldrar létu ekki þar við sitja heldur töldu einnig dósirnar og flöskurnar. Þetta létti ótrúlega miklu af stjórninn sem hingað til hafði staði í talningu á öllum dósum og flöskum sem söfnuðust. Nú ætlum við að taka skrefið til fulls og biðja alla að skila bæði flokkuðu og töldu. Dósasöfnunin skiptir okkur miklu máli í starfsemi foreldrafélagsins og er langstærsta fjáröflunin hjá foreldrafélaginu og því mikilvægt að hún gangi vel :) Bjöggi stefnir að því að hafa æfingu á laugardagsmorgun og ætlar foreldrafélagið í tilefni skíðabyrjunar að bjóða upp á létta hressingu áður en æfingin hefst eða á milli 10 og 11. Við hvetjum alla krakka sem ætla að æfa í vetur að mæta, sína sig og sjá aðra og rabba við Bjögga. Með vinsemd og von um gott samstarf í vetur. Stjórn foreldrafélagsins (Dagbjört, Gunnhildur, Hanna, Kristín, Maggý og Vaka)