Frá mótanefnd SKI.

Mótanefnd SKÍ ásamt mótshöldurum á Akureyri hefur ákveðið að stórsvigsmót í Icelandair Cup mótaseríunni sem verður 12. apríl muni telja til stiga í Bikarkeppni SKÍ í flokkum 15 ára og eldri. Þetta mót kemur því í stað Bikarmóts sem Ármenningar þurftu að fresta fyrr í vetur.