13.05.2011
Skíðasamband Íslands (SKÍ) auglýsir eftir að ráða landsliðsþjálfara alpagreina.
Landsliðsþjálfara er ætlað að hafa umsjón með skipulagningu á starfsemi og þjálfun landsliða SKÍ í alpagreinum bæði faglega og fjármálalega.
Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að vera allt að 100 daga á ári á ferðum innanlands sem utan. Megin verkefni landsliðsþjálfara eru þjálfun landsliðsfólks, stefnumótun afreksstarfs SKÍ til næstu ára og undirbúningur keppenda fyrir ÓL 2014 í Sochi.
Starfssvið
Yfirumsjón með þjálfun landsliða SKÍ í alpagreinum
Umsjón og skipulagning æfinga og keppnisferða á vegum SKÍ
Ráðning þjálfara/aðstoðarmanna í verkefni á vegum SKÍ
Þátttaka í stefnumótun SKÍ til næstu ára
Samstarf við fræðslunefnd SKÍ um menntun þjálfara
Menntunar og hæfniskröfur
Háskólamenntun í íþróttafræðum kostur
Þjálfaramenntun í alpagreinum.
Starfsreynsla úr þjálfun
Mikil hæfni í samskiptum
Góð enskukunnátta og þýskukunnátta kostur.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Skíðasamband Íslands er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og æðsti aðili skíðamála á Íslandi. Stór hluti af starfi SKÍ er afreksþjálfun fyrir þáttöku á Heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Skíðasambandsins að Glerárgötu 26, Akureyri eða í tölvupósti á netfangið ski@ski.is
Umsóknafrestur er til og með 24. maí 2011.