23.04.2012
37. Andresar Andarleikum lauk á laugardaginn. 66 krakkar á aldrinum 6 til 14 ára voru á leikunum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Frábær árangur náðist á leikunum og fóru krakkarnir samtals 35 sinnum verðlaunapall. Aldrei hafa unnist fleiri gull á leikunum en þau urðu 11 þetta árið sem er frábær árangur. Þá unnust 7 silfur, 2 brons, 5 í 4 sæti, 7 í 5 sæti og 3 í 6 sæti. Þetta er glæsilegur árangur sem Skíðafélag Dalvíkur er mjög stolt af og eiga þjálfarar félagsins heiður skilinn fyrir gott starf og þakkar félagið þeim fyrir góða vinnu. Góður andi var í hópnum alla dagana sem skiptir miklu máli. Foreldrafélagið sá um skipulagningu og þakkar félagið því fyrir aðstoðina og öllum öðrum sem að mótinu komu.