Frábær árangur hjá Björgvin í Astralíu.

Þessa frétt er að finna á mbl.is Björgvin annar í Ástralíu Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík varð í öðru sæti á stórsvigsmóti í Ástralíu í nótt en íslenska karlalandsliðið í alpagreinum er þessa dagana við æfingar í Ástralíu. Björgvin náði besta tímanum í seinni ferðinni og varð annar á eftir Luke Dean frá Ástralíu. Fyrir árangurinn fékk Björgvin 15,75 FIS punkta en keppir á öðru stórsvigsmóti næstu nótt.