17.12.2008
Björgvin Björgvinsson Dalvík náði frábærum árangri í dag í svigi, hann endaði í þriðja sæti 0,08 sek frá fyrsta manni Alexander Horoshilov frá Rússlandi en hann og Jan Seiler frá Sviss enduðu jafnir í fyrsta sæti.
Aðstæður voru jafn slæmar og í gær af 150 keppendum sem hófu keppni kláruðu einungis 40 fyrri ferð og 35 kláruðu báðar ferðir. Árni Þorvaldsson Ármanni, Gísli Rafn Guðmundsson Ármanni, Stefán Jón Sigurgeirsson Húsavík og Sigurgeir Halldórsson SKA duttu allir út eftir fyrri ferð.
Slóð inn á heildarúrslit http://www.fis-ski.com/uk/604/610.html?sector=AL&raceid=57293 Ámorgun fimmtudag verður keppt í tvíkeppni svigi og bruni.