Frábær dagur á Andres í dag.

Í dag var fyrsti keppnisdagurinn á Andresarleikunum. Krakkarnir úr Skíðafélagi Dalvíkur stóðu sig frábærlega og 19 þeirra komust á verðlaunapall og þar af unnust 4 Andresartittlar. 6 verðlaun eru veitt í flestum aldursflokkum. Þeir sem unnu í dag voru Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir í svigi 8 ára, Guðfinna Eir Þorleifsdóttir í svigi 9 ára, Helgi Halldórsson í svigi 9 ára og Ólöf María Einarsdóttir í svigi 11 ára. Öllu úrslit er að finna á skidi.is