Frábær dagur á Sigló.....

Dalvíkurmót 11 ára og eldri í stórsvigi var haldið á Skarðsdal Siglufirði í dag við frábærar aðstæður. Við sama tækifæri var haldin hin árlega Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur og voru 48 þáttakendur að þessu sinni. Úrslit beggja mótanna verða birt hér á heimasíðunni síðar í kvöld. Mótanefnd þakkar keppendum svo og öllum þeim sem hjálpuðu til við framkvæmd mótana kærlega fyrir daginn, lifið heil!