21.03.2008
Fjölmargir voru á skíðum í dag hér á Dalvík eða rétt um 500 manns. Veður var mjög gott, skíðafærið alveg frábært og mesta bið í lyfturnar var 15 mínútur sem þykir ekki langur tími. Á morgum laugardag verður opnað kl. 10:00 og verður svæðið opið til kl. 17:00. Annað kvöld verður síðan opið frá kl. 20:00 til 23:00 og verður dynjandi tónlist á svæðinu allt kvöldið, lyftupassinn um kvöldið kostar 500 krónur. Á myndasíðunni eru nokkra myndir frá því í dag. Þá er gott að hafa í huga að aðeins tekur 30 mínútur að keyra frá Akureyri og á skíðasvæðið á Dalvík:):)
Minnum á kaffihlaðborð foreldrafélagsins á páskadag frá kl. 13:00 og firmakeppnina annan í páskum, nánar um það síðar hér á síðunni.