Frábær fyrri ferð hjá Björgvin.

Nú er fyrri ferð lokið í Zagreb CRO þar sem fram fer WC í svigi. Björgvin Björgvinsson er í 29. sæti eftir frábæra fyrri ferð við mjög erfiðar aðstæður, það eru 30 keppendur sem komast í seinni ferðina sem hefst klukkan 17:30 og mun Björgvin starta númer 2. Landsliðsþjálfarinn Pavel Cebulj var mjög ánægður með ferðina hjá Björgvini og hrósaði honum fyrir frábæra skíðun í erfiðum aðstæðum.