skíða og bretta krakkar
Frábær mótahelgi að baki hjá Skíðafélagi Dalvíkur
Keppt var í svigi 8 - 11 ára á föstudagskvöld, stórsvigi 8 - 11 ára á laugardegi og
stórsvigi 7 ára og yngri og bretta / skíða krossi á sunnudegi
Aðstæður til mótahalds voru með því besta sem við þekkjum og lék veðrið við
okkur allan tímann.
Foreldrar, ömmur, afar, systkyni og fleira fólk mætti á svæðið til að fylgjast með
keppendum og skapaðist við það góð stemning í fjallinu.
Úrslit úr svigi og stórsvigi eru aðgengileg á linknum hér fyrir neðan.
Dalvíkurmót svig 2021
Dalvíkurmót Stórsvig 2021