15.03.2008
Frábærar aðstæður eru nú á skíðasvæðinu hér á Dalvík. Töluvert hefur snjóað síðustu daga og eru allar skíðabrekkur eru orðnar færar og komnar í fulla breidd. Um helgina verður skíðasvæðið opið frá kl. 10:00 til 17:00.
Mánudaginn 17. mars og þriðjudaginn 18. mars verður opið frá kl.14:00 til 19:00. Frá miðvikudeginum 19. mars til mánudagsins 24. mars verður opið frá kl. 10:00 til 17:00. Miðvikudagskvöldið 19. mars verður stígasleðakvöld frá kl. 20:00 til 22:00 en slík kvöld hafa verið afar vinsæl hér á skíðasvæðinu, kvöldið kostar 400 krónur. Kvöld opnun verður síðan laugardagskvöldið 22. mars frá kl. 20:00 til 23:00 og kostar lyftupassinn það kvöld 500 krónur.
Allt útlit er fyrir að aðstæðurnar á skíðasvæðinu hér á Dalvík verði frábærar um alla páskana.