Frábært skíðafæri í fjallinu

Nú eru aðstæður á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli alveg frábærar. Allar brekkur eru troðnar í fullri breidd og utan brauta er púðursnjór upp að hnjám. Það eru mörg ár síðan aðstæður hér hafa verið eins góðar og nú og því ekkert annað að gera en skella sér á skíði. Í dag er opið til kl.18:00 og um helgina er skíðasvæðið opið frá kl. 12:00-16:00.