Frábært skíðafæri í fjallinu

Síðustu daga hefur verið frábært skíðafæri hér á Dalvík en hér hefur verið logn og frost á bilinu 7-10 stig. Rúmlega 60 krakkar úr Austurbæjarskóla hafa verið hér á skíðum og skemmt sér vel. Báðar lyfturnar eru opnar og snjóalög eru ágæt.