Frábært skíðafæri í fjallinu

Nú fara aðstæður á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli batnandi á hverjum degi eftir hlákuna sem gerði rétt fyrir jól. Töluvert hefur snjóað síðustu daga og þá hefur verið framleiddur snjór þegar aðstæður hafa verið til en nokkur vindur hefur verið síðustu daga. Í dag var skíðasvæðið opið í 35 skipti á þessari vertíð sem verður að teljast mjög gott, þökk sé snjókerfinu;)