Framkvæmdir ganga vel þrátt fyrir að nokkuð hafi snjóað.

Síðustu dagar hafa farið í að koma restinni af rörunum og rafmagns kapplinum upp. Það hefur snjóað talsvert á skíðasvæðinu síðustu daga sem hefur hægt örlítið á framkvæmdum en samt sem áður erum við mjög sátt með gang mála. Við ætluðum að klára að steypa dælu húsið upp í vikunni og ljóst að það tekst en eftir helgina verður efri platan steypt. Ef fer sem horfir klárum við rörin í næstu viku og í framhaldi af því verða tengibrunnarnir settir niður. Eftir daginn í dag er búið að sjóða saman um 560 metra. Nýjar myndir á myndasíðunni.