Framkvæmdir við snjókerfið á fullt á nýjan leik.

Síðustu daga hafa starfsmenn svæðisins unnið að frágangi í fjallinu á meðan beðið var eftir dælubúnaðinum fyrir snjókerfið. Búnaðurinn kom til Dalvíkur í dag og var settur inn í húsið og verður hafist handa við uppsetningu strax á morgun. Töluverð vinna verður við frágang á dælubúnaðinum og rafmagnstöflunum sem verða tvær í húsinu. Þess má geta að Eimskip flitur allan búnaðinn til landsins fyrir okkur og þökkum við þeim fyrir aðstoðina. Á þriðjudaginn verða hurðirnar síðan settar í húsið en þá er Árni Sæmundsson væntanlegur á svæðið. Snjótroðarinn er að verða klár en beltin fóru á hann á miðvikudaginn. Beðið er eftir varahlutum í troðarann frá Ílalíu en þeir eru væntanlegir til Dalvíkur á mánudag. Á þriðjudaginn ættum við því að fara að getað troðið brekkur og vonandi opnað svæðið fljótlega eftir það. Það eru nýjar myndir á myndasíðunni.