Framleiddur snjór að stæðstum hluta í brekkunum.

Síðustu daga hefur snjóða töluvert hér á skíðasvæðinu á Dalvík. Segja má að þar til á síðasta miðvikudag hafi framleiddur snjór verið 90% af öllum snjó á svæðinu og ljóst að hér væri ekki bikarmót í gangi ef snjóframleiðslu kerfi væri ekki á svæðinu. Í vetur hafa eftirtalin fyrirtæki borgað snjóframleiðsluna. Samherji sem gekk lengst og sá til þess að svæðið opnaði 1. des, KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent. Þessir aðilar eiga sérstakar þakkir skyldar frá skíðahreyfingunni fyrir rausnarskapinn.