03.02.2003
Ákveðið hefur verið í samráði við mótanefnd SKI að fresta áður auglýstu Bikarmóti í svigi og stórsvigi sem fyrirhugað var að halda á Dalvík og á Ólafsfirði helgina 8.-9. febrúar skv. áðursendri dagskrá.
Mótið verður haldið helgina 15.-16. febrúar á Dalvík og á Ólafsfirði.
Áður sent mótsboð er því í gildi og einnig þær skráningar sem þegar hafa borist.
Skráningum þarf að vera lokið fimmtudagskvöldið 13. febrúar fyrir kl. 18:00 og sendast þær á póstfang dalvik@olis.is eða á faxnúmer 466-1096. Nánari upplýsingar gefa fyrir hönd mótshaldara Sigríður Gunnarsdóttir í síma 8620466 og Óskar Óskarsson í síma 8983589.
Skíðakveðja
Skíðafélag Ólafsfjarðar.
Skíðafélag Dalvíkur.