Frétt af dagur.net. Gestristni Dalvíkinga frábær

Félagsmiðstöðin Ásinn í Böggvisstaðafjalli. Helgina 23-25 febrúar fór Félagsmiðstöðin Ásinn með 10. bekkur úr Áslandsskóla Hafnarfirði í skíðaferð til Dalvíkur. Við fengum flott veður og nægan snjó. Krakkarnir voru allir til fyrimyndar á öllum sviðum í ferðinni. Það var verið í fjallinu allann laugardaginn og seinni partinn fengum við að hafa sundlaugina á Dalvík útaf fyrir okkur. Gestrisni Dalvíkinga hreint alveg frábær. Við höfðum félagsheimilið Víkurröst fyrir okkur og aðgang að íþróttarhúsinu á laugardagskvöldinu og var það fullnýtt allt kvöldið. Á Sunnudeginum fengum við til okkar frábæra gesti frá Ólafsfirði þá Gísla Rúnar og Baldur Ævar. Þeir kenndu okkur Bocchia og settu upp keppni fyrir okkur. Þetta vakti mikla lukku og tóku allir þátt. Takk fyrir okkur. Ásinn