Frétt af heimasíðu SKI

Björgvin sigraði seinna svigmótið í Mt. Buller, eins og það fyrra, þegar hann kom í mark á tímanum 1:50,16 (18,7 FIS stig), eða 35 hundruðustu á undan Jono Brauer frá Ástralíu. Sindri Már lenti í 7. sæti á tímanum 1:54,24 (40,92 FIS stig) og Kristinn Ingi í því 8. á tímanum 1:54,57 (42,72 FIS stig). Kristján Uni féll úr keppni í seinni ferð. Úrslit mótsins er að finna hér á heimasíðu FIS. Björgvin hefur nú tekið afgerandi forystu í Ástralíu - Nýja Sjálandsbikarnum þar sem hann hefur sigrað tvisvar og lent í öðru sæti tvisvar af þeim fjórum mótum sem hafa þegar farið fram. Stöðuna í Álfukeppninni er að finna hér en þegar þetta er skrifað er síðasta mótið ekki komið inn. Þeir félagar verða nú við æfingar í eina viku í Ástralíu og þá mun Sindri Már fara til Nýja Sjálands og keppa í tveimur risasvigsmótum. s