20.10.2005
Nýr heimslisti alþjóða skíðasambandsins FIS í alpagreinum var gefinn út í dag og tekur gildi fyrir opnunarmót heimsbikarsins sem hefst í Sölden í Austurríki á laugardag. Landsliðið í alpagreinum hefur stórbætt árangur sinn á heimslista eins og sjá má hér að neðan, en Björgvin Björgvins (Dalvík), Kristján Uni Óskarsson (Ólafsfirði), Kristinn Ingi Valsson (Dalvík) og Sindri Már Pálsson (Breiðablik) hafa bætt sig verulega í öllum sínum greinum.
Greinilegt er að síðasti vetur sem og æfingar og keppnir karlalandsliðs í Ástralíu og á Nýja Sjálandi hafa skilað góðum árangri. Landsliðið er nú við æfingar á Pitztal í Austurríki utan Guðrúnar Jónu, en hún er í Saas Fee í Sviss.