Frétt af heimasíðu SKI. Val á landsliði og framtíðarhóp SKI

Val á landsliðum 2005-2006 10.8.2005 SKÍ hefur tilkynnt val á landsliðum Íslands í alpagreinum og skíðagöngu fyrir veturinn 2005-2006. Landsliðið í alpagreinum verður skipað eftirtöldum skíðamönnum: Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur Kristinn Ingi Valsson, Skíðafélagi Dalvíkur Dagný Linda Kristjánsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir, Skíðadeild Víkings Kristján Uni Óskarsson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar Sindri Már Pálsson, Skíðadeild Breiðabliks Landsliðið í skíðagöngu verður skipað eftirtöldum skíðamönnum: Elsa Guðrún Jónsdóttir, Skíðafélagi Ólafsfjarðar Jakob Einar Jakobsson, Skíðafélagi Ísfirðinga Landsliðsmenn standa í ströngu þessa dagana við undirbúning fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tórínó á Ítalíu í febrúar 2006. Stíft hefur verið æft í sumar, þrekæfingar sem og skíðaæfingar á jöklum, ma. á Snæfellsjökli, ásamt því að hluti liðsins æfði innanhúss í Belgíu í sumar. Þeir Björgvin, Kristinn Ingi, Kristján Uni og Sindri Már halda í 4 vikna æfinga- og keppnisferð til Ástralíu og Nýja Sjálands nú í ágúst, en þar er mikill snjór um þessar mundir og nokkur sterk mót framundan. Dagný Linda er að koma til baka eftir meiðsli í hné og hefur æft stíft að undanförnu. Hún kemur til með að vera með eigin þjálfara í vetur og æfa við bestu mögulegu aðstæður. Guðrún Jóna og Elsa Guðrún æfa með skíðamenntaskólunum í Oppdal og Geilo í Noregi. Skíðaæfingar með skólunum hefjast á jöklum í Noregi nú í ágúst. Jakob Einar kemur til með að æfa með Team Lillehammer og Team Gudbrandsdalen í Noregi eins og síðasta vetur. Skíðasambandið hefur valið framtíðarhóp SKÍ sem skipaður er ungum og efnilegum skíðamönnum en í þeim hópi eru: Alpagreinar: Snorri Páll Guðbjörnsson, Skíðafélagi Dalvíkur Agla Gauja Björnsdóttir, Skíðadeild Ármanns Ásta Björg Ingadóttir, Skíðafélagi Akureyrar Elín Arnarsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Gísli Rafn Guðmundsson, Skíðadeild Ármanns Pétur Stefánsson, Skíðafélagi Akureyrar Salome Tómasdóttir, Skíðafélagi Akureyrar Þorsteinn Ingason, Skíðafélagi Akureyrar Skíðaganga: Arnar Björgvinsson, Skíðafélagi Ísfirðinga Sævar Birgisson, Skíðafélagi Tindastóls Framtíðarhópurinn hefur þegar tekið þátt í landsliðsæfingum á Siglufirði og á Snæfellsjökli í sumar ásamt skíðagönguæfingu á Húsavík í júní. Þau Salome, Snorri Páll og Þorsteinn tóku þátt í æfingu á Kaprun jökli í Austurríki í sumar en sú æfing var á vegum alþjóða skíðasambandsins (FIS). Þau komast öll áfram í úrtaki sem þar fór fram og eiga nú möguleika á að æfa með liði á vegum FIS í allan vetur. Í þeim hópi eru 24 drengir og 8 stúlkur sem æfa við bestu aðstæður með þjálfurum á vegum FIS.