Frétt af mbl.is, Jakob Helgi góður á Ítalíu

Jakob Helgi Bjarnason, 12 ára skíðamaður úr Garðabæ sem keppir fyrir Dalvík, náði mjög góðum árangri á Topolinoleikunum á Ítalíu um síðustu helgi þar sem hann varð í fjórða sæti í ,,Combi Race" sem er sambland af svigi og stórsvigi. Jakob Helgi keppti í flokki sem heitir ,,Children I" og er sama og 11-12 ára flokkur hér á landi. Degi áður varð hann í 14.sæti í stórsvigi. Þetta er án vafa besti árangur sem Íslendingur hefur náð á þessu móti sem er óopinbert heimsmeistaramót barna á aldrinum 12-15 ára. Jafnframt er þetta í fyrsta skiptið sem Ísland kemst á blað í þjóðakeppni mótsins og fékk Ísland 14 stig samtals fyrir árangur Jakobs Helga og hafnaði því í 17.sæti ásamt Bandaríkjunum af 48 þjóðum frá öllum heimsálfum.